Nemendur á öðru ári vinna nú skapandi verkefni í íslensku úr skáldsögunni Ljósu eftir Kristínu Steinsdóttur. Hér gefst upplagt tækifæri til að fjalla um geðsjúkdóma, fordóma, fáfræði, samfélagsbreytingar og fleira og við lítum á söguna sem raunverulegan og lifandi vettvang. Þannig er auðveldara að tengja persónur og atburði við nútímann og bera saman tímana tvenna.

Verkefni nemenda eru mjög fjölbreytileg, til dæmis drög að tölvuleik, tímarit um samfélag 19. aldar, dagbók Ljósu, viðtal við Ljósu og pápa, handrit að kvikmynd, stuttmyndir af ýmsum toga, læknaskýrslur með viðtölum við sérfræðinga, leikþættir og upptaka af pápa á fundi kynlífsfíkla. Einnig mátti sjá Ljósu á Facebook og þær mæðgur, Ljósa og Katrín, voru með instagram. Óhætt er að segja að umræðan hafi verið gagnleg og verkefnin afar spennandi.

Meðfylgjandi myndir tók Stefán Þór Sæmundsson þegar nemendur í 2. bekk X voru að kynna verkefni sín.

Ljosa 2X

 

Ljosa 2X