Emilía Rós - skautadrottning
Emilía Rós - skautadrottning

Emilía Rós Ómarsdóttir í 1. bekk A keppti fyrir Skautafélag Akureyrar á bikarmóti Skautasambands Íslands um helgina og vann glæsilegan sigur.

Á meðan stór hópur skólafélaga Emilíu var í menningarferð í Reykjavík einbeitti hún sér að íþrótt sinni, skautadansi. Eftir fyrri daginn var hún í þriðja sæti en í langa prógramminu á sunnudag stóð hun sem með mikilli prýði og heillaði dómara og áhorfendur svo að hún hreppti fyrsta sætið og er bikarmeistari í unglingaflokki A, sem er fyrir keppendur 14-18 ára.

Við óskum skautadrottningunni til hamingju með sigurinn og óskum henni góðs á ísnum í farmtíðinni.

Myndin er eftir Árna Sæberg og tekin af mbl.is