- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Dux Schaolae varð Kolfinna Snæbjarnardóttir en lokaeinkunn hennar, meðaltal allra einkunna allan skólaferilinn, var 9,3. Útdrátt úr ræðu skólameistara má sjá hér.
Margir nemendur hlutu verðlaun og viðurkenningar fyrir námsárangur. Kolfinna Snæbjarnardóttir hlaut gulluglu fyrir að vera dux og verðlaun fyrir árangur í líffræði og stærðfræði. Védís Eva Guðmundsdóttir hlaut verðlaun fyrir árangur í frönsku og ensku og einnig Hjaltalínsverðlaunin fyrir árangur í íslensku og ensku. Snæfríður Helgadóttir hlaut verðlaun í ferðamálafræði, Erla Karlsdóttir fyrir þýsku og Rakel Guðjónsdóttir hlaut Íslenskuverðlaun MA. Eva Dís Guðmundsdóttir hlaut verðlaun fyrir árangur í sálfræði og uppeldisfræði, Eygló Einarsdóttir fékk verðlaun fyrir félagsfræði og Halldór Áskell Stefánsson í fjölmiðlafræði. Albert Sigurðsson fekk verðlaun fyrir efnafræði, Rúnar Sigurðsson fyrir eðlisfræði og Hermann Hauksson fyrir stærðfræði og jafnframt Stjörnu-Odda verðlaunin frá Vísindafélagi Norðlendinga. Arnhildur Hálfdánardóttir var verðlaunuð fyrir náttúrufræðigreinar og Íris Eva Hauksdóttir fyrir íþróttir. Þrír nemendur hlutu viðurkenningu fyrir óðafinnanlega skólasókn, öll skólaárin, þau Baldvina Björk Jóhannsdóttir, Hermann Þór Hauksson og Sigurlaug Hanna Hafliðadóttir.
Lokaeinkunn á stúdentsprófi er meðaltal allra einkunna nemandans öll skólaárin. Hæstu einkunnir í bekkjum á skólaárinu 2007-2008 hlutu sem hér segir: Í fyrsta bekk, Gauti Baldvinsson 1. F (9,8), í öðrum bekk, Tinna Frímann Jökulsdóttir 2. X (9,3), í þriðja bekk, Svala Lind Birnudóttir 3.AB (9,3) og í fjórða bekk, Sigurlaug Hanna Hafliðadóttir 4.T (9,4)
Fulltrúar afmælisstúdenta fluttu ávörp. Elstur þeirra var Ármann Snævarr fyrrum háskólarektor, en 70 ár eru liðin frá því að hann og bekkjarfélagar hans luku stúdentsprófi. Fulltrúi 60 ára stúdenta var Einar Pálsson, en Tryggvi Gíslason flutti kveðju fyrir hönd 50 ára stúdenta.
Fjörutíu ára stúdentar færðu skólanum að gjöf portrettmálverk Kristins G. Jóhannssonar af Friðriki Þorvaldssyni en talsmaður árgangsins, Stefán Vilhjálmsson, bað Þórgunni Ingimundardóttur að afhjúpa myndina. Fyrir hönd 25 ára stúdenta talaði Þorlákur Axel Jónsson og fulltrúi 10 ára stúdenta var Valdimar Víðisson. Frá stúdentaárgöngum bárust skólanum gjafir, meðal annars fé í sjóði til bókaútgáfu og til að endurbæta hátalarakerfið í Kvosinni.
Ragnheiður Gestsdóttir dönskukennari lætur nú af störfum eftir að hafa kennt við skólann í 30 ár. Jón Már Héðinsson skólameistari kvaddi hana og þakkaði henni gott samstarf og veitti henni í heiðursskyni gulluglu, heiðursmerki MA.
Við athöfnina söng Guðrún Tómasdóttir við undirleik Sigurðar Helga Oddssonar, Ágúst Bragi Björnsson lék á gítar í upphafi athafnar og auk þess léku á hljóðfæri Axel Ingi Árnason á píanó og Elín Rún Birgisdóttir á fiðlu.