Frá skólasetningu
Frá skólasetningu

Nú styttist óðfluga í skólabyrjun, og nemendur og starfsfólk farið að undirbúa sig fyrir skólaárið með einum eða öðrum hætti. 

Skólinn verður settur 27. ágúst kl. 09:30. Forráðamenn nemenda eru hvattir til þess að mæta á skólasetningu, ekki síst forráðamenn nýnema því að lokinni skólasetningu verður sérstök kynning á skólastarfinu fyrir þá auk þess sem þeir geta hitt umsjónarkennara barna sinna. Strax að lokinni skólasetningu hitta nýnemarnir umsjónarkennara sína. Þeir koma svo aftur í skólann klukkan 13.00 og hitta starfsfólk og fá aðgang að tölvukerfi skólans.

Þegar nær dregur skólasetningu geta nemendur séð upplýsingar á Inna.is, svo sem stundatöflu og bókalista. Til að skrá sig í Innu þarf rafræn skilríki eða Íslykil. Forráðamenn ólögráða nemenda geta einnig haft aðgang að Innu.

Hér má sjá ýmsar upplýsingar sem geta gagnast nýnemum og forráðamönnum þeirra.