- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nú styttist í skólabyrjun, stjórnendur, stoðteymi, húsverðir og fleiri mætt til starfa og senn koma líka kennarar og loks nemendur.
Framundan:
19. og 20. ágúst: Starfsdagar kennara
19. ágúst kl. 9: Starfsmannafundur
19. ágúst kl. 13: Endurtökupróf í EÐLI2TV06
21. ágúst kl. 09:30: Skólasetning. Gert er ráð fyrir að allir nemendur mæti og forráðafólk nýnema eftir því sem kostur er. Annað forráðafólk að sjálfsögðu velkomið. Að lokinni skólasetningu er kynningarfundur fyrir forráðafólk ásamt kynningu á foreldrafélaginu ForMA.
22. ágúst: Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá
Inna:
Nemendur finna upplýsingar um bækur og námsgögn í Innu þegar stundatöflur birtast. Nýnemar þurfa að útvega sér rafræn skilríki til að skrá sig á inna.is. Þar birtast stundatöflur, bekkur og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Þangað til Inna opnast er hægt að skoða bókalistann hér.