- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þessa dagana er unnið að því að velja fólk til starfa í félagslífinu í skólanum næsta skólaár. Stjórnarskipti verða á föstudag.
Í morgun byrjaði kosningaslagurinn skammi með því að veggir voru meira og minna þaktir myndum og áköllum þeirra sem bjóða fram krafta sína til félagsstarfa næsta vetur. A.m.k. þrír eru til framboðs í hvert embætti í stjórn Skólafélagsins Hugins en jafnframt er kosið til fjölmargra annarra embætta í félögum, stjórnum og nefndum. Dagurinn í dag var óhófsdagurinn mikli þar sem allt var fullt af veitingum jafnt innan- sem utanhúss. Sú trú virðist sífellt traustari að leiðin að atkvæði kjósandans liggi í gegnum magann. Síðan verður tími fyrir framboðsræður, þá verður kosið og síðan fara fram formleg stjórnaskipti í Hugin á föstudaginn. Skólablaðið Muninn kemur svo fyrir augu manna á mánudag.
Allt þetta starf er á seinni skipunum og minni tíma varið í það en vandi er til vegna þess að skólastarf féll niður í þrjár vikur, þegar kennarar voru í verkfalli.
Í hádeginu í dag kusu sumir frambjóðendur að bjóða upp á mat og sætindi utan dyra og sólin gægðist eitt andartak í gegnum skýin í norðannepjunni. Þá voru þessar myndir teknar.