Kynning í Kvosinni
Kynning í Kvosinni

Þessa dagana koma nemendur tíunda bekkjar í grunnskólunum í kynningarheimsókn í MA. Í dag eru hér bæði fyrir og eftir hádegi skólar utan Akureyrar og á morgun koma Akureyrarskólarnir.

Kynningin á námi og félagslífi er að mestu í höndum nemenda skólans, stjórnar skólafélagsins og nemenda. Námsráðgjafarnir halda utan um þetta og aðstoða eftir þörfum.

Í upphafi er kynning fyrir alla í Kvosinni en síðan er farið í kynnisför um skólann með smærri hópa og litið inn í kennslustundir. Utanbæjarnemendur fara auk þess í kynnisferð á Heimavistina.

Myndin var tekin í Kvosinni eftir hádegi í dag.