- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nú eru óvenjulegir skóladagar í MA. Góður hluti kennara er í skemmti- og vinnuferð í Danmörku og þeir sem eftir eru reyna að halda uppi hefðbundnu starfi, en aðeins hluta dags. Meginþorri skóladaganna þessa vikuna er skipulagður af nemendum sjálfum. Frá og með fjórða tíma þessa þrjá daga þessarar fyrstu viku eftir páskafrí standa þeir fyrir Ratatoski, opnum dögum. Dagskráin er mjög fjölbreytt: Fyrirlestrar, námskeið og ýmsir gjörningar í húsum skólans og utan þeirra.
Einn atburður er ávallt vinsæll á Ratatoski en það er tækjakeppni eðlisfræðinemenda. Á myndinni sem fylgir fréttinni eru Brynja í 3T og Úlfur, Hlöðver, Þrúður í 3X að kynna sitt framlag. Myndband af herlegheitunum er hér fyrir neðan.