- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Árleg skólakynning fór fram í dag og í gær þegar nemendur úr grunnskólum Akureyrar og nágrannabyggðarlaga heimsóttu skólann í fylgd starfsfólks. Hugmyndin með framtakinu er að kynna Menntaskólann á Akureyri sem góðan valkost fyrir verðandi framhaldsskólanema. Gestirnir fengu leiðsögn um skólann, skoðuðu m.a. Gamla sal, bókasafnið og Kvosina og hittu kennara og nemendur sem sögðu frá fjölbreyttu námsframboði og félagslífi.