- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Vorönn 2021 er við það að ljúka í MA, kennarar skila af sér einkunnum í sólskininu og framundan eru kennarafundir og starfsmannafundur, samantekt og ígrundun um skólaárið sem er að líða og undirbúningur fyrir það næsta. Endurtökupróf verða einnig í boði 2. – 4. júní.
Skólalok þýða líka brautskráning stúdenta sem venju samkvæmt fer fram 17. júní, frá kl. 10 – 12. Athöfninni verður streymt en ekki er hægt að segja með fullri vissu núna hversu margir gestir geta verið við brautskráningu. Annað árið í röð þarf að fella niður hátíðarveislu nýstúdenta að kvöldi 17. júní. Skoðað verður í samvinnu við nýstúdentana hvort hægt er að gera eitthvað annað sameiginlegt um kvöldið. Jubilantahátíðinni í Íþróttahöllinni 16. júní hefur einnig verið aflýst. Engu að síður stefna afmælisárgangar þó að því að hittast dagana á undan en þeir þurfa þó að fagna hver í sínu lagi en geta ekki sameinast í einni fjölmennri veislu 16. júní eins og í venjulegu ári. Vonandi verður því fjöldi afmælisárganga á Akureyri þessa daga og skemmta sér eins og rúmast innan sóttvarnarreglna. Hver veit nema haldinn verði söngsalur í kirkjutröppunum?