Páskafrí hefst óvenju snemma í ár.
Páskafrí hefst óvenju snemma í ár.

Skólastjórnendur sendu nemendum og forráðafólki þeirra eftirfarandi póst:

Kæru nemendur.
Eins og þið hafið heyrt verður skólum lokað að loknum þessum skóladegi. Við gerum EKKI ráð fyrir að það verði fjarkennsla þessa daga fram að páskafríi. Það er þó möguleiki að einhver próf verði haldin rafrænt, en kennarar munu þá láta vita af því innan tíðar.
Skólahúsnæðið verður samt opið næstu tvo daga ef þið þurfið að sækja dót eða skila verkefnum. Bókasafnið verður opið á morgun milli kl. 10 og 14. Munið bara eftir 10 manna hámarksfjölda og grímum.
Frekari upplýsingar um framhaldið eftir páska verða sendar í pósti og á ma.is.
Njótið páskafrísins, þetta mun vonandi ganga hratt niður og við hittumst í skólanum innan skamms.
Gleðilega páska.