Karen Júlía
Karen Júlía

Í vetur er Karen Júlía Sigurðardóttir sálfræðingur starfandi við skólann.  Hún mun bjóða upp á sálfræðiviðtöl fyrir nemendur samkvæmt tilvísunum frá námsráðgjöfum eða stjórnendum. Einnig mun hún vera með hópnámskeið í hugrænni atferlismeðferð við vanlíðan og kvíða en skólinn fékk styrk frá Lýðheilsusjóði sem er nýttur í það verkefni.

Karen hóf störf við Menntaskólann á Akureyri á vorönn 2012 í afleysingarstöðu námsráðgjafa en hefur núna verið ráðin áfram í 30% hlutastarf sem sálfræðingur. Að þriðjungi er starfið kostað af fyrrnefndum styrk úr Lýðheilsusjóði.

Það er mikilvægt skref að skólinn skuli nú hafa sálfræðing á sínum vegum en um árabil hefur hann leitað sálfræðiþjónustu fyrir nemendur út fyrir veggi MA.