MA að sumri
MA að sumri

Menntaskólinn á Akureyri verður settur á sal skólans á Hólum fimmtudaginn 13. september klukkan 10.30. Jón Már Héðinsson skólameistari ávarpar gesti og setur skólann. Að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar í Kvosinni. Nemendur og forráðamenn þeirra eru velkomnir á skólasetningu.

Að þessu loknu, klukkan 11.15, fara nemendur 1. og 2. bekkjar í stofur með umsjónarkennurum sínum til skrafs og ráðagerða og kynningar á því sem framundan er.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8.15 föstudaginn 14. september. Þá koma einnig til kennslu nemendur 3. bekkjar svo og fjórðubekkingar, sem koma úr ferðalagi sínu til sólarlanda á skólasetningardegi.

Nýnemar verða vígðir í söfnuð MA-nemenda í busavígslu þriðjudaginn 18. september.