- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Menntaskólinn á Akureyri verður settur mánudaginn 23. ágúst, í þrennu lagi:
Kl. 9: Skólasetning fyrir 1. bekk. Henni verður streymt fyrir forráðafólk nýnema og aðra áhugasama.
Kl. 11: Skólasetning fyrir 2. bekk.
Kl. 13: Skólasetning fyrir 3. bekk.
Nemendur eru hvattir til að mæta við skólasetningu. Að henni lokinni hitta þeir umsjónarkennara sína. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst.
Vegna fjöldatakmarkana geta aðstandendur ekki verið viðstaddir skólasetningu en skólasetningu nýnema kl. 9 verður streymt. Foreldrar geta líka pantað sér tíma hjá námsráðgjöfum eða stjórnendum eða haft samband við umsjónarkennara. Stefnt er að því að halda rafrænan foreldrafund innan tíðar.
Nýnemar fá sendar upplýsingar um ma-netfang og lykilorð og hvernig þeir tengjast tölvukerfi skólans. Einnig verða í boði viðtalstímar á bókasafninu milli 10 og 11 þann 23. ágúst ef frekari aðstoðar er þörf. UT-fulltrúar hafa einnig fasta viðtalstíma á bókasafninu.
Minnt er á gildandi sóttvarnarreglur í skólum. Hver og einn þarf að gæta að persónulegum sóttvörnum, handþvotti, sprittnotkun, 1 m fjarlægð og grímuskyldu ef ekki er hægt að tryggja fjarlægðarmörk. Ef einhver finnur fyrir einkennum kemur viðkomandi ekki í skólann fyrr en að lokinni niðurstöðu úr sýnatöku.