Menntaskólinn á Akureyri verður settur í Kvosinni á Hólum miðvikudaginn 9. september klukkan 9.30. Gert er ráð fyrir að allir nemendur mæti svo og foreldrar og forráðamenn nýnema.

Að lokinni setningarathöfninni munu nemendur 1.bekkjar hitta umsjónarkennara sína og fá upplýsingar hjá þeim um námið og starfið.

Þá verður líka haldinn aðalfundur ForMA, Foreldrafélags MA. Í framhaldi af fundinum verður kynningarfundur fyrir foreldra um námið og skólastarfið og ennfremur fundur umsjónarkennara með nemendum í hverjum 1. bekknum fyrir sig. Gert er ráð fyrir að dagskrá verði lokið um hádegisbil.

Klukkan 13.00 verður kynning á tölvukerfi skólans og tölvuaðstoð við nemendur 1. bekkjar í Kvosinni.