- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Menntaskólinn fékk góða heimsókn sl. mánudag en þá mætti hópur 23 skólastjórnenda og skólanefndarmanna frá Belgíu. Um leiðsögn hópsins og utanumhald heimsóknarinnar sjá Helgi Þorbjörn Svavarsson og Kristín Björk Gunnarsdóttir hjá Gáskabrúm.
Jón Már Héðinsson og Hildur Hauksdóttir tóku á móti hópnum, sýndu honum hús skólans og svöruðu ótal spurningum um námið og lífið í MA. Tveir nemendur á sviðslistabraut MA, Þröstur Ingvarsson og Elva Sól Káradóttir, reyndust líka liðsstyrkur þegar þeir gáfu sér tíma til að svara krefjandi spurningum um námið og skólabraginn í MA. Segja má að rauði þráðurinn í vangaveltum skólafólksins í heimsókninni hafi verið meta-learning þ.e. að læra að læra. Ýmislegt annað bar á góma s.s. kennaramenntun, kennaraskortur, mikilvægi þess að nemendur hafi aðgang að sálfræðiaðstoð og nemendamiðað nám. Nokkuð er síðan við höfum getað tekið á móti fólki í raunheimum, speglað okkur við önnur skólasamfélög og velt vöngum. Þetta var því lærdómsríkur dagur og við óskum þessu góða fólki velfarnaðar í sínum mikilvægu störfum.
Hildur Hauksdóttir