- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í lokaáfanga íslenskulínu, sem fjallar um sköpun, mál, menningu og miðlun, brugðu sér í gær á sýningu í Ketilhúsinu í Listagili. Sýningin nefnist Sköpun bernskunnar. Þetta er í þriðja sinn sem sýning af þessu tagi er sett upp hjá Listasafninu á Akureyri, en í Sköpun bernskunnar er stefnt saman skapandi verkum barna í leikskóla og grunnskóla og verkum fullorðinna listamanna. Þetta eru forvitnilegar sýningar sem meðal annars birta ótrúlega sköpunargáfu, formskyn og litauðgi hinna yngstu og snertipunktarnir við eldra fólkið eru spennandi.
Það vildi til þegar fjórðubekkingarnir voru að skoða sýninguna að hluti listamannanna kom til að skoða verkin sín. Það var hópur af leikskólanum Hólmasól, og auðvitað varð að taka mynd af listamönnunum og listunnendunum.
Og hér eru krakkarnir af Hólmasól að skoða verkin sín með kennurunum sínum: