- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag komu fulltrúar sjórnmálaflokkanna á kosningafund, sem Huginn, Skólafélag MA og Málfundafélag Hugins stóðu fyrir. Fulltrúar framboðanna gerðu grein fyrir sér og stefnum sínum og svöruðu margvíslegum spurningum.
Á fimmtudag verða skuggakosningar í MA. Þá hafa allir nemendur kosningarétt, hversu ungir sem þeir eru. Skuggakosningar í skólum á þessu stigi eru þáttur í uppeldi og aðlögun ungs fólks að samfélaginu og líkur benda til að þeir sem taka þátt í svona kosningum séu líklegri öðrum til að taka þátt í reglulegum kosningum til þings og sveitarstjórna.
Kosningarnar fara fram á Miðsal í Gamla skóla og og standa yfir allan skóladaginn.