Alþjóðadagur kennara er árviss viðburður á vegum UNESCO 5. október ár hvert. Þá er kennurum fagnað með margvíslegum hætti og vakin athygli á störfum þeirra.

Auglýst eftir smásögum nemenda á öllum skólastigum
Af þessu tilefni hefur Kennarasambandið í samstarfi við Heimili og skóla efnt til smásagnasamkeppni meðal nemenda í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Þemað að þessu sinni er „kennarinn“ en efnistök eru að sjálfsögðu frjáls. Verðlaun fyrir bestu sögurnar verða veitt í Kennarahúsinu á alþjóðadegi kennara.

Vekjum athygli barna og ungmenna á smásasagnakeppninni (http://ki.is/um-ki/utgafa/frettir/2769-smasagnasamkeppni-i-tilefni-althjoddags-kennara) og minnum á að skilafrestur sagna er 25. september. Sögurnar á að senda á netfangið smasaga@ki.is.

Dómnefnd mun fara yfir innsendar sögur en nafnleyndar verður gætt gagnvart henni. Dómnefndina skipa Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur, Kristján Jóhann Jónsson dósent og Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK og fulltrúi foreldra.

Verðlaun verða veitt fyrir bestu söguna á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólastiginu. Verðlaunahafar fá vandaða lestölvu frá BeBook og rafbók að eigin vali.

(Fréttatilkynning frá Kennarasambandi Íslands)