Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari
Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari

Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari í Mötuneyti MA vann í dag matreiðslukeppnina Mondial des Chefs sem fram fór í París. Þessi matreiðslukeppni er milli matreiðslumanna sem starfa í opinberum eldhúsum, skólum, stofnunum og mötuneytum. Keppendur þurftu að elda fyrir 10 manns, lambahrygg í aðalrétt og eftirrétt þar sem möndlur áttu að vera í aðalhlutverki. Niðurstaða í keppninni varð:

1. sæti - Ísland, Snæbjörn Kristjánsson
2. sæti - Frakkland, Ghislain Moureaux
3. sæti - Indland, Shehrezad Kapadia

Snæbjörn sigraði huga og hhjörtu dómara með matseðli sem var á þessa leið:

  • Lamb á 2 vegu: Lambakótelettur í kryddjurtaraspi og léttsteikt lambafille með lerkisveppabyggotto, sætum kartöflum, aspas og soðsósu.
  • Volg hindberjakaka með miklum möndlum, hunangsrjóma, hindberjasósu og súkkulaðikremi.
Menntaskólinn á Akureyri óskar Snæbirni til hamingju með glæislegan sigur. Það er ekki leitt að geta boðið Mötuneytisþegum að njóta krafta afbragðsgóðra starfsmanna.
Upplýsingar og mynd eru af freisting.is.