Söfnun nemenda til styrktar unglingahjálp við geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri gengur vel. Milljóninni hefur verið náð en söfnunin heldur áfram og lýkur á morgun.

Það hefur sýnt sig í dag að söfnunin gengur vel, og þeir sem lofuðu athöfnum fyrir safnað fé hafa ekki látið sitt eftir liggja. Uppátæki nemenda að ýta bíl Eyjafjarðarhringinn hefur vakið athygli um land allt. Hér innanhúss verður þessa líka vart í dag. Monika Rögnvaldsdótti er til dæmis lokuð inni í búri á sviðinu í Kvosinni og í beinni útsendingu þaðan.  Æsa Skúladóttir er lika í beinni útsendingu á ferðum sínum í allan dag. Tvíburarnir Alexander og Sólon Kristjánssynir Edelstein eru samvaxnir í allan dag og Jón Már skólameistari hefur stýrt skólanum í óhefðbundnum klæðnaði.

Söfnuninni lýkur á morgun, þriðjudag, og tekið er á móti framlögum á bankareikning sem hér segir:

Kennitala: 470997-2229

Reikningsnúmer: 0162-05-261530

Stjórn Skólafélagsins Hugins þakkar öllum sem hafa tekið þátt í átakinu með einum eða öðrum hætti.

Edelstein

Monika

Æsa