Í Munkaþverárkirkju, Björn Vigfússon og Björn Teitsson
Í Munkaþverárkirkju, Björn Vigfússon og Björn Teitsson

Í tíunda sinn á ellefu árum fóru nemendur í söguferð um Eyjafjörð og Skagafjörð á mánudaginn. Fyrsta stopp var í Munkaþverárkirkju þar sem Valgerður Schiöth og Björn Teitsson fluttu stuttar tölur og hinn norðlenski miðaldakór MA söng sálm Kolbeins Tumasonar. 

Frá Munkaþverá var ekið til Hóla Í Hjaltadal með viðkomu á völdum sögustöðum  sem nemendur kynntu nánar. Snæddur var hádegisverður í mötuneyti Hólaskóla.  Dagskránni lauk í Hóladómkirkju þar sem miðaldakórinn söng tvo ópusa og gamall nemandi Menntaskólans á Akureyri,- vígslubiskup okkar Norðlendinga Jón Aðalsteinn Baldvinsson sagði frá kirkju og staðarhaldi. 

Auk nemenda 3.F,G og HI og kennara þeirra Björns Vigfússonar vor með í för Björn Teitsson og kennararnir og Skagfirðingarnir Sigríður Steinbjörnsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir.

Myndirnar eru úr safni Sólveigar Sigurjónu Gísladóttur.

.