- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur og kennarar í áfanganum SAGA2NÝ05 fóru í vikunni í sögugöngu um gömlu Akureyri. Gengið var niður Spítalaveginn og upp á Naustahöfða til móts við gamla kirkjugarðinn, niður brekkuna og þaðan til baka norður Aðalstræti. Atburðir í sögu heimabyggðar á 19. öld voru raktir með tilvísan í heimssöguna, byggingar skoðaðar sem og önnur kennileiti og sagðar sögur af fólki.
Farið var á slóðir Jörundar hundadagakonungs þegar hann kom ríðandi niður Eyrarlandsbrekkuna með kartöflugarða Lever á hægri hönd sumarið 1809, húsnæði fyrstu prentsmiðju á Akureyri sem Jón Sigurðsson forseti átti þátt í að koma á fót var skoðað og sagt frá framlagi Margrethe Schiöth og Zontakvenna til menningarmála og ræktunar á Akureyri um aldamótin 1900 og fram eftir öldinni – svo eitthvað sé nefnt.
Önnur söguganga verður farin í næstu viku þegar nemendur fara í fylgd kennara á slóðir setuliðsmanna á hernámsárunum.