2C á leið í Brynju
2C á leið í Brynju

2. bekkur C notaði góða veðrið í dag miðvikudaginn 9. maí og fór í gönguferð í ísbúðina Bryjnu. Tókst ferðin vel í alla staði. Myndin er tekin á Skólatorgi áður en lagt var af stað ásamt kennaranum, Þorláki Axel Jónssyni.

Það hefur ekki oft viðrað til útiveru á þessu vori, sem á að heita að orðið sé að sumri, og ekki er veðurspáin þessleg að vekja í brjósti vorkennd. Þess vegna er eðlilegt að reynt sé að nýta þær fáu stundir sem gefast, og gönguferð í Brynju er hefð hjá mörgum kennurum og nemendum.