- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Söngkeppni framhaldsskólanna 2013 verður haldin helgina 19.-21. apríl á Akureyri, þökk sé framhaldsskólanemum í vinnuhóp söngkeppninar sem fengu keppnina aftur norður.
Skipulagsnefndin í ár samanstendur af framhaldsskólanemum, ásamt framkvæmdarstjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema og mun framleiðslufyrirtækið Sagafilm sjá um uppsetningu keppninnar.
Þetta er í fyrsta skipti þar sem þetta eru tvö kvöld en á föstudagskvöldinu er undankeppni og svo á laugardagskvöldinu eru úrslit.
Það er aðeins ein tegund aðgöngumiða á keppnina en það er armband sem fæst hjá öllum skólafélögum framhaldsskólanna og á midi.is. Þar sem keppninni er skipt á tvö kvöld að þá gildir armbandið inn á bæði kvöldin. Ásamt því gildir armbandið inn á marga tónleika og aðra viðburði sem haldnir verða víðsvegar um Akureyrarbæ á laugardeginum. Dæmi um viðburði eru sundlaugartónleikar, bryggjutónleikar, gjörningur á Ráðhústorgi og fl.
Undankeppnin hefst í Höllinni kl. 19:00 á föstudagskvöldið og verður henni hvorki sjónvarpað né útvarpað og því aðeins fyrir fólk í sal. Úrslitin hefjast kl 19:40 á laugardagskvöldinu í beinni útsendingu á RÚV.
(Upplýsingar frá Öldu Karen Ólafsdóttur Hjaltalín, formanni Hugins, skólafélags MA).