Stjórn skólafélagsins Hugins er á þönum þessa dagana vegna þess að Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á Akureyri á föstudag og laugardag. Keppnin er komin aftur norður og má það þakka samtökum framhaldsskólanema á Norðurlandi, sem lögðu á það megináherslu, enda hefur keppnin sjaldan verið eins vel heppnuð og þegar hún hefur farið fram í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Í tengslum við kepnina er búist við miklum fjölda gesta úr framhaldsskólum um allt land. Þess vegna hefur verið sett upp mikil dagskrá víðs vegar um bæinn. Svo má bæta því við að ferð á söngkeppnina er líka gott tækifæri til að komast á skíði. Nógur er snjórinn og aðstæður hafa sjaldan verið betri til fjalla.

Dagskrá helgarinnar hefur verið birt á Facebook og er á þessa leið:

Föstudagur 19. apríl

19:00 – Undankeppni söngkeppni framhaldsskólanna 2013
23:00 – 16+ ball á Sportvitanum með Páli Óskari

Laugardagur 20. apríl

12:00 – Vörumessa á Glearártorgi frá nemendum úr MA og VMA
13:00 – Sundlaugartónleikar í Sundlaug Akureyrar með Sísí Ey
14:30 – Strætótónleikar, byrja hjá Nætusölunni og keyrt um bæinn með leið 3. Keppendur og Trúbador koma fram.
15:30 – Tískusýning hjá Jönu Rut og gjörningur á Ráðhústorgi í miðbænum.
16:00 – Bryggju/skipatónleikar á bryggjunni við miðbæinn.
19:00 – Höllin opnar fyrir; Úrslit söngkeppni framhaldsskólanna 2013.
23:00 – 16+ söngkeppnisball á Sportvitanum (frítt fyrir söngkeppnisarmbönd)

Fylgjast má mánar með fréttum um keppnina á Facebooksíðu Söngkeppninnar.