- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Söngkeppni MA árið 2014 verður haldin í Hofi þriðjudagskvöldið 25. febrúar og hefst klukkan 19.00. Húsið verður opnað klukkan 18.30. Þetta er í annað sinn sem keppnin fer fram í þessum glæsilega sal, Hamraborg, við bestu aðstæður hvað varðar hljóð og ljós. Í fyrra tókst einstaklega vel til í Hofi.
Sautján atriði eru skráð til keppninnar og eins og oft og iðulega áður eru stúlkur þar í verulega áberandi meirihluta. Þrettán stelpur eru skráðar til leiks en einungis fjórir strákar. Eins og verið hefur frá upphafi Söngkeppni MA er hljómsveit hússins skipuð nemendum skólans, en hún er lítt breytt frá því á síðasta ári. Bjarni Karlsson spilar á píanó, Dagur Atlason á trommur, Anton Bjarki Jóhannesson og Jóhannes Ágúst Sigurjónsson á gítara og Stefán Oddur Hrafnsson á bassa. Kynnar verða Anna Helena Hauksdóttir og Kristófer Jónsson.
Myndin var tekin í lok söngkeppninnar í fyrra.