- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir Söngkeppni Menntaskólans á Akureyri sem fram fer þriðjudaginn 2. febrúar. Samkoman hefst klukkan 20:00 í Kvosinni og verður sýnt beint frá henni á YouTube-síðu Hugins, skólafélags MA.
Reikna má með eftirminnilegu kvöldi í Kvosinni annað kvöld. Í auglýsingu frá Hugin kemur fram að „11 stórglæsileg atriði láta ljós sitt skína þetta kvöld. Kynnar kvöldsins verða þær Kolbrún og Daney Eva. “
Áhorfendur geta valið vinsælasta atriði kvöldsins á heimasíðu Hugins, www.huginnma.is. Hægt verður að kjósa þegar allir þátttakendur hafa stigið á svið. Sigurvegari söngkeppninnar mun keppa fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna 2021.
Húsbandið skipa þau Hrefna Logadóttir (rafmagnsgítar), Mattis Meckl (trommur), Óskar Máni Davíðsson (bassi), Styrmir Traustason (píanó) og Þorsteinn Jakob Klemenzson (gítar). Tónlistarstjóri er Guðjón Jónsson.
Nánari upplýsingar um keppnina má finna á facebook-síðu Hugins.