- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Söngkeppni MA verður haldin með pompi og prakt á fimmtudaginn næsta, 23. mars. Yfir 20 keppendur eru skráðir til leiks og undirleikur er í höndum hljómsveitar hússins, sem að sjálfsögðu er skipuð nemendum úr skólanum.
Undanfarna daga hafa rafvirkjar verið að störfum við að setja upp hátalarakerfi skólans og húsverðirnir hafa smíðað varanlega palla sem nota má til að stækka sviðið við suðurenda Kvosarinnar. Að auki verður mikið hljóð- og ljósakerfi leigt til að gera keppnina sem glæsilegasta. Og nú spyrja nemendur: Hver verður næsta söngstjarna MA?
Keppnin hefst klukkan 19.00 en húsið verður opnað 18.15. Miðaverð er 1500 kr. fyrir Hugins- og Þórdunufélaga og 2000 kr fyrir aðra.