- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Söngkeppni MA verður í kvöld í Kvosinni og hefst klukkan 20.00. Keppnin er á ný haldin heima, en hefur að undanförnu verið haldin í KA-höllinni. Skólafélagið Huginn sér um keppnina. Þar var sú ákvörðun tekin að halda keppnina frekar í fjölmennri Kvosinni þar sem hún nyti sín betur en í hluta af of stóru húsi.
Í Söngkeppni MA er að vanda húshljómsveit skipuð nemendum skólans, en atriðin í keppninni í ár eru nálægt 20 talsins og fjölbreytt að vanda. Sigurvegari í keppninni verður fulltrúi MA í Söngkeppni Framhaldsskólanna sem verður skv. fréttavef keppninnar haldin á Akureyri eins og undanfarin ár, í þetta sinn að loknu páskaleyfi, laugardaginn 10. apríl.