- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Söngkeppni framhaldsskólanna á Norður- og Austurlandi fór fram í Hofi á laugardaginn var. Elísa Ýrr Erlendsdóttir úr VMA fór með sigur af hólmi, en hún vann söngkeppnina í VMA fyrr í vetur. Í öðru sæti var Tumi Hrannar Pálmason úr MA, sem var sigurvegari öðru sinni í söngkeppni MA. Þriðja sæti hrepptu félagar úr Framhaldsskólanum á Laugum með Elvar Baldvinsson í broddi fylkingar.
Keppnin fór vel fram að sögn aðstendenda, þótt áheyrendur hefðu mátt vera fleiri, en hvort tveggja var að blásið var til keppninnar með stuttum fyrirvara og mjög margt var á seyði á sama tíma, til dæmis sýningar LMA á Konungi ljónanna. Dómarar í keppninni voru Friðrik Ómar Hjörleifsson, Erna Hrönn Ólafsdóttir og Sumarliði Hvanndal og kynnir Sigurður Þorri Gunnarsson. Allt eru þetta norðlenskir tónlistar- og fjölmiðlamenn. Hljómsveit hússins var líka skipuð norðanmönnum.
Myndin var tekin af vef VMA.