Söngsalur 25. mars
Söngsalur 25. mars

Það styttist óðum í páskaleyfi og nemendur tóku þann slaginn í morgun að koma niður í Gamla skóla í löngu frímínútum og biðja um Söngsal. Skólameistari var bóngóður og sungið var í Kvosinni í þriðja tíma. Oft hefur verið meiri kraftur í söngnum, en nánd páskanna hefur hugsanlega haft einhver áhrif.

Ari Hólm Ketilsson tók meðfylgjandi mynd.

.