Söngsalur 21. nóvember 2008
Söngsalur 21. nóvember 2008

Í dag var söngsalur í MA og að þessu sinni var ekki sungið við raust við píanóið eitt heldur var lagið tekið við leik hljómsveitar. Konsertmeistarinn Axel Ingi Árnason lék á flygilinn og söng, forsöngvari með honum var Bjarni Þór Bragason, Vigdís María Hermannsdóttir lék á gítar, Tryggvi Þór Skarphéðinsson á trommur og Egill Logi Jónasson á bassa. Þetta var góð tilbreyting og hljómaði afar vel. Árshátíð MA nálgast óðfluga og það er gott fyrir nemendur að hita raddböndin fyrir sönginn þar.

.