- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur gengu fylktu liði í átt að skrifstofu skólameistara í morgun, syngjandi hvatningaróð honum til handa. Erindið var að óska eftir leyfi til að koma saman og syngja í Kvos. Löng hefð er fyrir samkomu sem þessari í MA svo henni fylgir ávallt sérstök og skemmtileg stemning.
Eftir ábendingu starfsmanns um að ekki heyrðist nægilega vel í söngfólkinu, brýndi það raustina og söng af meiri krafti. Aukinn raddstyrkur skilaði greinilega árangri því athygli skólameistara var vakin og krakkarnir fengu leyfi fyrir söngsal. Að venju var lagalistinn fjölbreyttur þar sem taktfastir slagarar voru sungnir hástöfum í bland við rólegri dægurperlur.