Í dag er síðasti reglulegur kennsludagur skólaársins og Dimissio verður á morgun. Það er hefð að á síðasta kennsludegi komi nemendur 4. bekkjar prúðbúnir í skólann og bjóði kennurum og starfsfólki í kaffi og kökur á Sal í Gamla skóla í löngu frímínútum. Þar var mikið um dýrðir þessa morgunstund.

Fjórðubekkingar verða kvaddir í skólanum eftir löngu frímínútur á morgun, en upp úr hádeginu taka þeir til við að kveðja kennara sína, fyrst hér í MA og síðan úti um bæ. Dimissio er annað kvöld í Kvosinni og svo byrja prófin á mánudag.

.