Nemendur fjórða bekkjar koma spariklæddir í skólann daginn fyrir Dimissio og bjóða þá kennurum og stafsfólki í kaffi og kræsingar á Sal í Gamla skóla. Þetta gerðist í gær. Þá var margt um manninn og vart þverfótað fyrir þessu glæsibúna fólki, en elstu kennarar rifjuðu upp að eitthvað þessu líkt hefði fyrir fjörutíu árum verið daglegur búningur nemenda í skólanum, stúlkur í kjölum og pilsum en buxur, jakki og skyrta með bindi hjá strákum (Trelynbuxurnar okkar eru sérstaklega sterkar og endingargóðar, auglýsti Gefjun á þeim árum).

Veislan hjá burtfararnemendum var afar glæsileg og enginn þurfti að ganga svangur á braut. Og þakklátir starfsmenn nutu sín með þessu góða, unga fólki.

Fleiri myndir á Facebook.