- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Ein af seinni tíma hefðum í Menntaskólanum á Akureyri er að á síðasta reglulegum kennsludegi bjóði sparibúnir nemendur 4. bekkjar kennurum sínum í kaffi á Sal í Gamla skóla. Það var þröng á þingi þar í löngu frímínútum í dag og borð svignuðu undan kræsingum. Sólin skein ákaflega og þetta var fallegur dagur.
Á morgun er Dimissio og þá verða fjórðubekkingar kvaddir og þeir kveðja síðan kennara sína. Um kvöldið er kaffisamsæti þeira og starfsmanna skólans í Kvosinni á Hólum. Vorannarpróf leggjast svo yfir af fullu afli á mánudag.