Beðið eftir kaffinu
Beðið eftir kaffinu

Samkvæmt hefð mættu stúdentsefnin spariklædd í skólann næstsíðasta kennsludag og buðu kennurum og starfsfólki í kaffi á Sal í Gamla skóla. Á morgun, miðvikudag, er síðasti kennsludagur og þá verða fjórðubekkingar kvaddir með dagskrá á blettinum sunnan Hóla. Um eða upp úr hádeginu taka þeir að kveðja kennara sína, ýmist í skólanum eða heima, og fara á traktorsvögnum um bæinn.

Þessar myndir voru teknar í sparifatakaffinu í dag.