Nemendur í 4. bekk komu prúðbúnir í skólann í dag og buðu kennurum og starfsfólki í kaffi og meðlæti á glæsilegu hlaðborði á Sal í Gamla skóla.

Í dag er síðasti eiginlegur kennsludagur skólaársins. Á morgun, föstudag, verður Dimissio, þar sem fjórðubekkingar verða kvaddir, þeir fara svo og kveðja kennara og síðan er þeim haldið kaffisamsæti um kvöldið í Kvosinni. Á mánudag er opinn dagur þar sem nemendur geta leitað til kennara og prófin hefjast svo á þriðjudag.

Carmina kom út í gær með teikningum af öllum fjórðubekkingum og textum um þá, nýtt og stórglæsilegt, listrænt eintak af skólablaðinu Munin kom á mánudag og skólaspjald með öllum nemendum skólans í vetur er líka komið í sölu. Það er greinilega komið vor, þótt hitastigin utan dyra mættu vera fleiri.

Hér eru myndir úr sparifatakaffinu.