- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Spilaþjófurinn er sprenghlægilegt sakamálaleikrit sem inniheldur allt sem leikhúsaáhugamenn ættu að leitast eftir, Leifélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir þetta splunkunýja leikverk með söngvum í Rýminu á laugardag.
Í kynningu á þessu nýja verki segir: Ógn stafar af alræmdum glæpamanni, Spilaþjófinum, sem hefur tilkynnt að á miðnætti skuli hann ræna helstu gersemi Kolbeins Laxness bankastjóra Hins konunglega ríkisbanka Svíþjóðar, afsalinu að Belgíu sem Kolbeinn vann með prettum af hinum blinda Palmer hundraðshöfðingja. Lögreglan í Stokkhólmi hefur sent allt tiltækt lið með Ívar Lüngby yfirlögregluforingja fremstan í flokki, sem freistar nú að góma þjófinn sem hefur svo oft áður niðurlægt hann fyrir framan alþjóð. Þegar óboðnir gestir skjóta upp kollinum, upp kemst um óvænt ástarsambönd í bankanum og fjölmiðlar blandast í atburðarásina flækjast málin og enginn virðist óhultur.
Frumsýningin er sem sé núna laugardaginn 21. apríl, önnur sýning er strax á sunnudagskvöld og næstu sýningar föstudag og laugardag 27. og 28. apríl. Miða er hægt að panta og kaupa á leikfelag.is eða í miðasölu LA. Sýnt er í Rýminu, áður Dynheimum.
Fjöldi nemenda tekur þátt í þessari uppfærslu LMA, leikendur, hljómsveit og söngfólk, tæknifólk og svo framvegis eins og sést á eftirfarandi lista: