Spilaþjófurinn, plakat
Spilaþjófurinn, plakat

Spilaþjófurinn er sprenghlægilegt sakamálaleikrit sem inniheldur allt sem leikhúsaáhugamenn ættu að leitast eftir, Leifélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir þetta splunkunýja leikverk með söngvum í Rýminu á laugardag.

Í kynningu á þessu nýja verki segir: Ógn stafar af alræmdum glæpamanni, Spilaþjófinum, sem hefur tilkynnt að á miðnætti skuli hann ræna helstu gersemi Kolbeins Laxness bankastjóra Hins konunglega ríkisbanka Svíþjóðar, afsalinu að Belgíu sem Kolbeinn vann með prettum af hinum blinda Palmer hundraðshöfðingja. Lögreglan í Stokkhólmi hefur sent allt tiltækt lið með Ívar Lüngby yfirlögregluforingja fremstan í flokki, sem freistar nú að góma þjófinn sem hefur svo oft áður niðurlægt hann fyrir framan alþjóð. Þegar óboðnir gestir skjóta upp kollinum, upp kemst um óvænt ástarsambönd í bankanum og fjölmiðlar blandast í atburðarásina flækjast málin og enginn virðist óhultur.

Frumsýningin er sem sé núna laugardaginn 21. apríl, önnur sýning er strax á sunnudagskvöld og næstu sýningar föstudag og laugardag 27. og 28. apríl. Miða er hægt að panta og kaupa á leikfelag.is eða í miðasölu LA. Sýnt er í Rýminu, áður Dynheimum.

Fjöldi nemenda tekur þátt í þessari uppfærslu LMA, leikendur, hljómsveit og söngfólk, tæknifólk og svo framvegis eins og sést á eftirfarandi lista:

Leikstjóri
  • Einar Aðalsteinsson
Leikmynd
  • Alda María Norðfjörð
  • Bergur Sverrisson
  • Auður Eva Jónsdóttir
  • Marta Þórðardóttir
Búningar
  • Sóley Úlfarsdóttir
  • Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir
Leikarar
  • Inge Sól Lauridsen
  • Birgitta Björk Bergsdóttir
  • Sigurbjörg Björnsdóttir
  • Ísey Dísa Hávarsdóttir
  • Bjarni Karlsson
  • Sigurgeir Ólafsson
  • Jóhannes Ingi Torfason
  • Dagur Þorgrímsson
  • Sigrún Helga Andrésdóttir
  • Karen Björg Þorsteinsdóttir
  • Einar Helgi Guðlaugsson
  • Silja Björk Björnsdóttir
  • Karítas Sigvaldadóttir
  • Freyr Brynjarsson
  • Úlfur Einarsson
  • Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir
  • Kristófer Jónsson
  • Hulda Hólmkelsdóttir
  • Þuríður Anna Sigurðardóttir
  • Bergljót Mist Georgsdóttir
  • Melkorka María Guðmundardóttir
Hljómsveit og söngvarar
  • Rakel Sigurðardóttir
  • Ármann Óli Halldórsson
  • Benedikt Natanael Bjarnason
  • Hrólfur Einarsson
  • Jón Haukur Unnarsson
  • Katrín Þöll Ingólfsdóttir
  • Móheiður Guðmundsdóttir
Hár og förðun
  • Berglind Hannesdóttir
  • Gunnhildur Daðadóttir
Tæknistjórn
  • Daníel Freyr Hjartarsson
  • Guðmundur Birkir Guðmundsson
  • Ágúst Heiðar Hannesson
  • Kjartan Björgvin Kristjánsson
  • Ottó Freyr Gunnarsson
Aðstoðarleikstjóri
  • Jenný Gunnarsdóttir
Sviðshreyfingar
  • Silvía Rán Sigurðardóttir
Tónlistarstjórn
  • Tandri Gauksson
  • Gunnar Atli Eggertsson