- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur og starfsmenn MA deila upplifunum sínum af námi og kennslu í samkomubanni með lesendum ma.is.
Þórunn Kolbrún Árnadóttir 2.VX
Það gengur ágætlega að sinna náminu í samkomubanninu. Ég bý á heimavistinni svo það er mikill kostur að geta verið heima með fjölskyldunni og sinnt náminu. Galli við námið í banninu er að taka próf með engan kennara sem getur hjálpað jafn skjótt og í stofunni í skólanum.
Það kom mér á óvart hvað það gengur vel að halda áætlun en mér fannst allt vera ómögulegt í fyrstu. Einnig kom mér smá á óvart hvernig fíflagangurinn og spjallið í umsjónartíma á Zoom með Jóa og Þórhildi hafði mikil og góð áhrif á geðheilsuna.