- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Komnar eru niðurstöður úr úrslitakeppninni í stærðfræði og forkeppninni í eðlisfræði og okkar fólk stóð sig vel á báðum vígstöðvum:
Í úrslitakeppnni í stærðfræði eigum við 2 nemendur meðal 5 efstu. Atli Fannar Franklín í 3X var í 2. -3. sæti (honum býðst að taka sæti í Ólympíuliðinu) og Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson í 4X var í 4. -5. sæti. Jóhann er fæddur svo snemma á árinu að hann verður því miður ekki gjaldgengur þegar keppnin fer fram í sumar. 17 efstu nemendunum í þessari keppni er jafnframt boðið að taka þátt í norrænu stærðfræðikeppninni þann 5. apríl. Þar eigum við þrjá fulltrúa því Sindri Unnsteinsson í 2T er í þeim hópi líka.
Í eðlisfræðinni eigum við 5 fulltrúa af 14 sem býðst að taka þátt í landskeppninni í eðlisfræði 2. – 3. apríl, auk eins varamanns. Það eru Atli Fannar Franklín 3X, sem eins og áður segir er meðal þerra efstu í stærðfræði, Rúnar Unnsteinsson 4X, Erla Sigríður Sigurðardóttir 3X, sem einnig er í úrvali í líffræði, Valtýr Kári Daníelsson 4X, Brynjar Ingimarsson 3X og Stefán Ármann Hjaltason 4U, sem er varamaður.
Það verður að segja að þetta er ljómandi góður árangur hjá þessu góða fólki.