- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Árleg forkeppni í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fer fram samtímis á landinu öllu þriðjudag 9. október. Keppni á efra stigi í Menntaskólanum á Akureyri (3. og 4. bekk) fer fram í stofu M6 en keppni á því neðra (1. og 2. bekk) fer fram í stofum G23 (NS) og G21. Keppni hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 11:00 á neðra stigi en kl. 11:30 á efra stigi. Engin hjálpargögn eru leyfileg í keppninni.
Sigurvegara keppninnar á hvoru stigi (á landsvísu) er tryggð þátttaka í Eystrasaltskeppni sem verður snemma í nóvember. Um 20 efstu á hvoru stigi öðlast þátttökurétt í lokakeppninni sem haldin er í mars/apríl. Í framhaldi af lokakeppni gefst þeim efstu kostur á að taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni og jafnvel Ólympíukeppninni sem verður í Kólombíu í júlí 2013.
Nemendur eru hvattir til að taka þátt og forvitnast um keppnina hjá stærðfræðikennurum.