Allir framhaldsskólanemendur geta tekið þátt í forkeppninni þriðjudaginn 13. október. Mynd: www.inc.…
Allir framhaldsskólanemendur geta tekið þátt í forkeppninni þriðjudaginn 13. október. Mynd: www.inc.com

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fer fram þriðjudaginn 13. október kl. 9:00 - 11:30. Um forkeppni er að ræða. Úrslitakeppnin fer fram í byrjun mars. Öllum framhaldsskólanemum býðst að taka þátt í keppninni en vegna covid verður hún rafræn að þessu sinni. Þátttakendur skrá sig með Google-aðgangi (Google account). 

Á heimasíðu kepninnar stae.is segir: Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema var fyrst haldin veturinn 1984-1985 og hefur verið árlegur viðburður síðan þá. Að henni standa Íslenska stærðfræðafélagið og Félag raungreinakennara. Markmið hennar er að auka áhuga framhaldsskólanema á stærðfræði og öðrum greinum sem byggja á stærðfræðilegum grunni.

Nánari upplýsingar um forkeppnina má nálgast hér.