- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram um allt land í október. Veitt eru viðurkenningarskjöl fyrir góðan árangur og fá þeir nemendur jafnframt þátttökurétt í lokakeppni sem fram fer í byrjun mars 2019. Keppt er á tveimur stigum, neðra stigi (fyrsta ár) og efra stigi (eldri nemendur). MA átti fjóra nemendur á efra stigi sem fengu viðurkenningu og óskum við þeim til hamingju með það. Þetta voru þeir Andri Þór Stefánsson, Friðrik Snær Björnsson, Friðrik Valur Elíasson og Magni Steinn Þorbjörnsson.