Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólana á Norðurlandi fer fram í Menntaskólanum á Akureyri þriðjudaginn 17. mars og hefst klukkan 16.

Flensborgarskóli í Hafnarfirði stendur fyrir árlegri stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanema. Norðan heiða hefur Menntaskólinn á Akureyri séð um keppnina. Hún féll niður síðasta ár en nú er stefnt að því að halda þessa keppni árlega hér nyrðra. Keppnin er fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk og verða veitt verðlaun þeim þremur keppendum í hverjum bekk sem best standa sig. Þar sem keppnin er síðdegis verður boðið upp á hressingu á staðnum.

Verkefni úr keppni fyrri ára eru á vef Flensborgar í Hafnarfirði. Smellið hér

.