- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna er að fara af stað. Árleg forkeppni fer fram fyrir hádegi þriðjudaginn 8. október 2013. Fyrirkomulag keppninnar er líkt og undanfarin ár, neðra stig er fyrir nemendur í 1. og 2. bekk en það efra fyrir nemendur í 3. og 4. bekk. Tímamörk eru 2 klst. á neðra stigi en 2 ½ klst. á efra stigi. Verkefnin skal leysa án hjálpargagna.
Staðsetning og nánari tímasetning verður auglýst síðar á skjá í Kvosinni.
Íslenskir þátttakendur í Eystrasaltskeppninni, sem fram fer í Ríga í nóvember, eru valdir á grundvelli niðurstaðna í forkeppninni. Um tuttugu efstu á hvoru stigi forkeppninnar öðlast síðan þátttökurétt í úrslitakeppninni sem haldin er á vormisseri. Í framhaldi af úrslitakeppninni gefst nokkrum þátttakendum kostur á að taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni og síðar Ólympíukeppninni í stærðfræði sem verður í Suður-Afríku sumarið 2014.
Nánari upplýsingar gefa stærðfræðikennararnir.