Um 140 nemendur 4. bekkjar fóru í gær til Reykjavíkur í náms- og starfskynningu og koma til baka á sunnudag. Þeir hafa að undanförnu unnið að undirbúningi ferðarinnar í náms- og starfsvali undir handleiðslu lífsleiknikennaranna. Þeir heimsækja fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og vinnustaði auk skóla á höfuðborgarsvæðinu og á laugardaginn er svo háskólakynningin mikla, þar sem allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt.

.