- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Heilsu- og hvatningarátakið Hjólað í vinnuna hófst þann 5. maí. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ýtti átakinu úr vör árið 2003 en því er ætlað að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum. Á heimasíðunni hjoladivinnuna.is segir um verkefnið að megin markmið þess sé „að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert.“
Heimir Haraldsson er verkefnisstjóri Hjólað í vinnuna í MA. Við spurðum Heimi hvernig gengi að fá starfsfólk skólans til að taka þátt í átakinu.
„Rétt um helmingur starfsmanna MA tekur þátt í Hjólað í vinnuna. Aldrei hefur verið viðlíka þátttaka í átakinu áður. Við tökum þátt, ekki til þess að vinna, heldur til þess að efla samstöðu og gera skemmtilega hluti saman.“
Hvernig fer átakið af stað?
„Átakið fer vel af stað og umræðan á kaffistofunum er skemmtileg. Keppnisskap blundar þó í einstaka starfsmönnum. Þeim finnst þeir búa heldur nálægt skólanum og því skráð vegalengd mjög stutt.“
Skiptir veðrið máli?
„Verkefnisstjóri verkefnisins hér í MA er búinn að lofa „meðvindi“ á meðan átakinu stendur. Líkur eru á því að það standist í að minnsta kosti 50% tilvika.“
Hjólað í vinnuna lýkur föstudaginn 21. maí.