- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í gær voru starfskynningar fyrir nemendur á þriðja ári í áfanganum Náms- og starfsval. Flestar kynningarnar voru á staðnum en nokkrar rafrænar. Margt áhugavert var í boði og sem dæmi um fyrirtæki og stofnanir má nefna Eflu verkfræðistofu, Lögmenn Norðurlands, Utanríkisráðuneytið, leikskólann Klappir, Aqua Spa snyrtistofu, Landsvirkjun, Vistorku, Brim og áfram mætti telja. Hver nemandi valdi sér fjóra vinnustaði til að kynna sér.
Við þökkum öllum þeim fyrirtækjum og stofnunum sem lögðu okkur lið og gáfu sér tíma til að heimsækja skólann og kynna starfsemi sína fyrir nemendum.